365 miðlar tekur yfir Bravó og Miklagarð

365 miðlar hafa eignast öll hlutabréf í Konunglega kvikmyndafélaginu sem rekið hefur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, innan við tveimur mánuðum eftir að nýju stöðvarnar fóru í loftið. 365 rekur Bravó áfram en Mikligarður fer í sumarfrí og framtíð stöðvarinnar verður ákveðin síðar. RÚV skýrir frá þessu.
Posted On 19 May 2014

„Viljum ekki skuldsetja félagið“

Sigmar Vilhjálmsson forsvarsmaður Konunglega kvikmyndafélagsins, rekstaraðila sjónvarpsstöðvanna Miklagarðs og Bravó, segist bjartsýnn á að hlutafjáraukningu félagsins ljúki sem fyrst. Félagið sagði öllum starfsmönnum upp í dag eftir um tveggja mánaða rekstur.
Posted On 30 Apr 2014

Öllum sagt upp á Bravó og Miklagarði; nýs hlutafjár leitað

Öllu starfsfólki Konunglega kvikmyndafélagsins, sem rekur sjónvarpsstöðvarnar Bravó og Miklagarð, hefur verið sagt upp. Leitað er nýju hlutafé til að styrkja rekstur félagsins.
Posted On 30 Apr 2014

Sjónvarpsstöðin Mikligarður hefur útsendingar

Sjónvarpsstöðin Mikligarður er farin í loftið. Stöðin leggur áherslu á lífsstílsefni og eru kynningar á vörum og þjónustu fyrirtækja áberandi.
Posted On 15 Mar 2014

Sjónvarpsstöðin Bravo farin í loftið

Sjónvarpsstöðin Bravo hóf göngu sína í kvöld. Stöðin mun leggja áherslu á skemmtiefni og er beint að yngri aldurshópum.
Posted On 03 Mar 2014