spot_img

Tökur á framhaldi SVÖRTU SANDA hefjast í ágúst

Baldvin Z segir hina nýju þætti seinni hluta heildarsögu, en ekki nýja syrpu í viðtali við Screen.

Þættirnir fjalla um lögreglukonu (Aldís Amah Hamilton), sem neyðist til að horfast í augu við fortíð sína þegar hún rannsakar röð dularfullra dauðsfalla í heimabæ sínum á suðurströnd Íslands. Seinni hlutinn er beint framhald hins fyrri og hefst þar sem hún eignast dóttur og glímir við fæðingarþunglyndi.

Baldvin Z segir í samtali við Screen: „Fyrsti þátturinn er meira eins og þáttur níu en þáttur einn í nýrri seríu. Þess vegna kjósum við að kalla þetta „annan hluta“ í stað „syrpu tvö“.

Bakhjarlar verksins eru sem fyrr Stöð 2, All3Media sem fer með alþjóðlega sölu, Lunanime og VRT í Belgíu og finnska almannastöðin YLE.

Baldvin Z skrifar handrit ásamt Ragnari Jónssyni, Aldísi Amah Hamilton og Elías Kofoed Hansen, sem nú kemur inn í skrifteymið.

Arnbjörg Hafliðadóttir framleiðir þættina fyrir Glassriver. Baldvin Z mun leikstýra fjórum af átta þáttum en Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Erlendur Sveinsson munu stýra tveimur hvort.

HEIMILDScreen
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR