Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Áhorfendur flykkjast á íslenskt bíó í ár.

Áhorfendur flykkjast á íslenskt bíó í ár.

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár – og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár. Þegar hafa komið 65.072 gestir á þær fjórar íslensku kvikmyndir sem sýndar hafa verið í bíói á árinu, samanborið við alls 43.237 gesti á þær 14 bíómyndir og heimildamyndir sem sýndar voru í fyrra.

Fjöldi mynda á leiðinni í haust

Nokkur fjöldi mynda bíður haustsins og er ekki ólíklegt að sumar þeirra hljóti mikla aðsókn. Afinn í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar verður frumsýnd 26. september, Borgríki 2: Blóð hraustra manna eftir Ólaf de Fleur Jóhannesson í október. Aðrar sem væntanlegar eru í haust eru Fúsi eftir Dag Kára, París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, Sumarbörn eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur og Grafir og bein eftir Anton Sigurðsson. 

Athugasemdir

álit

Tengt efni