Leggja til lækkun virðisaukaskatts af sölu kvikmynda á netinu

download iconRýnihópur á vegum mennta- og menningarmálaráðherra sem hefur skilað af sér skýrslu um streymiþjónustu á Íslandi fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni og tónlist.

Í skýrslunni kemur fram að með tilkomu löglegra efnisveita á netinu, sem bjóða upp á einfaldari og aðgengilegri leiðir til að njóta tónlistar, kvikmynda og sjónvarpsefnis, sé ólölegt niðurhal orðið síðri kostur fyrir notendur en áður. Að mati rýnihópsins eru það nokkur vonbrigði hversu lítil þróun hefur orðið á framboði á löglegum kostum fyrir notendur á stafrænu menningarefni hér á landi, einkum þó myndefni.

Hópurinn leggur einnig til að virðisaukaskattur af sölu kvikmynda á netinu verði lækkaður úr 25,5% í 7% en slíkt hefur nú þegar verið gert um sölu tónlistar. Auk þess er lagt til að virðisaukaskattur á myndefni eftir pöntun verði 7%, til samræmis við skatt af afnotagjöldum sjónvarpsstöðva. Þannig muni miðlun hljóð- og myndefnis með nýrri tækni bera sömu skattprósentu og þær leiðir sem fyrir voru.

Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – Leggja til lækkun virðisaukaskatts af sölu kvikmynda.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR