spot_img

20 mest sóttu íslensku kvikmyndir síðasta áratug

Listi yfir heildaraðsókn íslenskra kvikmynda hefur verið uppfærður.

Villibráð er mest sótta íslenska kvikmynd síðustu 10 ára. 8 af 20 myndum eru frá síðustu fimm árum.

Meðalaðsókn á íslenska kvikmynd þetta tímabil (2014-2023) er 12.777 gestir. Grein um meðaltalsaðsókn síðustu 15 ára (skipt í fimm ára tímabil) má skoða hér.

Aðsóknarlisti íslenskra kvikmynda frá 1995 hefur verið uppfærður. Hann má skoða hér en einnig er hægt að ganga að honum vísum undir Staðreyndir og tölur efst á síðunni.

Mest sóttu íslensku kvikmyndirnar 2014-2023

KVIKMYND DREIFING FRUMSÝNING TEKJUR AÐSÓKN
Villibráð Sena 6.1.2023 114.971.434 kr 56.236
Lof mér að falla Sena 7.9.2018 88.035.543 kr 52.963
Vonarstræti Sena 19.5.2014 69.677.709 kr 47.982
Ég man þig Sena 5.5.2017 76.738.194 kr 47.682
Eiðurinn Sena 12.9.2016 64.242.519 kr 47.492
Undir trénu Sena 6.9.2017 68.516.300 kr 42.916
Leynilögga Samfilm 20.10.2021 76.604.057 kr 41.668
Víti i Vestmannaeyjum  Samfilm 23.3.2018 47.798.882 kr 35.537
Síðasta veiðiferðin Myndform 6.3.2020 61.777.808 kr 35.306
Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum Samfilm 31.10.2014 37.479.541 kr 32.989
Kuldi Sena 1.9.2023 61.256.065 kr 29.700
Napóleonsskjölin Samfilm 3.2.2023 59.864.296 kr 29.338
Lói – Þú flýgur aldrei einn Sena 2.2.2018 30.773.060 kr 24.978
Allra síðasta veiðiferðin Myndform 18.3.2022 45.126.861 kr 24.258
Hjartasteinn Sena 13.1.2017 34.440.662 kr 22.684
Amma Hófí Myndform 10.7.2020 35.880.675 kr 22.428
Hrútar Sena 1.6.2015 30.449.757 kr 22.311
Grimmd Sena 21.10.2016 18.156.146 kr 20.490
Kona fer í stríð Sena 23.5.2018 29.630.422 kr 20.063
Saumaklúbburinn Myndform 2.6.2021 32.586.899 kr 19.036

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR