spot_img

VILLIBRÁÐ vinsælasta íslenska myndin 2023, mikil aukning í aðsókn milli ára

Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur er mest sótta íslenska kvikmyndin í bíói 2023. Átta íslenskar bíómyndir voru frumsýndar 2023 miðað við 11 árið 2022. Heildaraðsókn eykst gríðarlega milli ára.

Heildaraðsókn næstum tvöfaldast milli ára. Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó nam 146.577 gestum miðað við 77.662 gesti 2022. Þetta er um 87% aukning. Vel rúmur þriðjungur heildaraðsóknar (38,7%) var á eina mynd, Villibráð.

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir hefur ekki verið hærri síðan 2018.

Heildartekjur námu um 287,7 milljónum króna miðað við 127,6 milljónir króna árið 2022.

Villibráð er mest sótta bíómyndin með vel yfir 56 þúsund gesti. Hún er jafnframt í öðru sæti yfir mest sóttu kvikmyndir ársins. Leita verður allt aftur til ársins 2012 til að finna íslenska kvikmynd sem hlaut meiri aðsókn, en það var Svartur á leik.

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er rúm 14,5%, sem er óvenju hátt hlutfall. 

Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2023 er 18.322 gestir. Það er mun hærra hlutfall en undanfarin ár. 

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2023. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.

SÆTI TITILL DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
1 Villibráð Sena 114.971.434 kr 56.236
2 Kuldi Sena 61.256.065 kr 29.700
3 Napóleonsskjölin Samfilm 59.864.296 kr 29.338
4 Á ferð með mömmu Sena 22.236.740 kr 12.091
5 Northern Comfort Sena 8.089.783 kr 5.448
6 Volaða land Sena 8.005.411 kr 4.402
7 Bíó Paradís – Sérsýningar – ÍSLENSKT* Bíó Paradís 3.463.550 kr 3.033
8 Óráð Sena 2.684.124 kr. 1.762
9 Tilverur Samfilm 2.532.120 kr 1.452
10 Konungur fjallanna**** Hekla Films 2.240.690 kr 1.291
11 Jólamóðir** Samfilm 1.471.022 kr 996
12 Lói – þú flýgur aldrei einn*** Sena 864.972 kr 793
13 Sumarljós og svo kemur nóttin** Sena 61.490 kr 35
SAMTALS 287.741.697 kr 146.577
MEÐALAÐSÓKN                              18.322
HEIMILD: FRÍSK | *Ýmsar sérsýningar | **Frumsýnd 2022, tölur eingöngu 2023 | ***Endursýnd, frumsýnd 2018 | ****Heimildamynd.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR