Gamanmyndin Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst fer ágætlega af stað. Almennar sýningar hófust s.l. föstudag, 11. apríl og er myndin í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir opnunarhelgina. Myndin fékk 2.474 gesti um helgina en með forsýningum hafa alls 3.420 manns séð myndina hingað til.
Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.719 gesti eftir 33 vikur í sýningum.
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
Ný | Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst | 2.474 | 3.420 |