„Hross í oss“ og „Vonarstræti“ á Norrænni kvikmyndahátíð í Róm

Norræn hátíð róm 2015Dagana 16. – 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.

Myndirnar fjórtán verða allar sýndar í Casa de Cinema kvikmyndahúsinu í Rómarborg. Á meðal annarra þekktra kvikmynda sem verða sýndar eru hinar dönsku Konan í búrinu og The Salvation. Spier Films, sem Heather Millard (framleiðandi Future of Hope og Ösku) starfar hjá, er eitt meðframleiðslufyrirtækja The Salvation.

Á hátíðinni verður margt annað í boði fyrir utan kvikmyndasýningar, þar á meðal ljósmyndasýning sem ber heitið „Ingrid Bergman – 100 years later“ og „masterclass“ með handritshöfundateyminu sem stendur að sjónvarpsþáttunum Broen.

Norræna kvikmyndahátíðin er skipulögð af sendiráðum Danmörku, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar á Ítalíu og Scandinavian circle í Róm, í samvinnu við íslenska sendiráðið í París, norrænu kvikmyndamiðstöðvarnar og Menningar- og ferðamálaráð Rómarborgar.

Sjá nánar hér: Hross í oss og Vonarstræti sýndar á Norrænni kvikmyndahátíð í Róm | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR