„Hross í oss“ og „Málmhaus“ í sýningum í New York

Málmhaus Ragnars Bragasonar fær frábærar umsagnir í Svíþjóð en myndin er nú í almennum sýningum.
Málmhaus Ragnars Bragasonar.

Málmhaus Ragnars Bragasonar og Hross í oss Benedikts Erlingssonar verða báðar sýndar í New York í mánuðinum.

Sú fyrrnefnda er sýnd hjá The Scandinavian House þann 18. og 20. mars. Þaðan fer hún í kvikmyndahúsið Cinema Village í Greenwich Village. Hin síðarnefnda verður í sýningum hjá The Museum of Modern Art 11.-17. mars.

Fjallað er um myndirnar á vef L Magazine. Mark Asch fer yfir myndirnar og setur þær í samhengi við íslenska kvikmyndasögu sem hann virðist nokkuð kunnugur.

Sjá nánar hér: Icelandic Movies ‘Of Horses and Men’ and ‘Metalhead’ in NYC.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR