spot_img

Greining | „Vonarstræti“ í öðru sæti eftir fjórðu helgi

vonarstræti collageAngelina Jolie í Malificent nær að skáka Vonarstræti úr toppsætinu eftir nýliðna helgi. Mynd Baldvins Z er í öðru sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgina. Alls hafa nú 32.614 manns séð myndina en alls sáu hana 6.910 manns síðastliðna viku.

Þetta er töluverður samdráttur frá fyrri viku en vikan mun hafa verið sérlega slök aðsóknarlega í kvikmyndahúsum almennt og þá ekki síst helgin vegna veðurblíðu og ferðalaga. Klapptré hefur þó spurnir af því að um og yfir þúsund manns hafi séð myndina í gærkvöldi, mánudagskvöld, þær tölur eru ekki inní þessum en bætast við eftir næstu helgi.

12.163 hafa nú séð Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst en myndin hefur nú verið níu vikur í sýningum. Myndin er nú í 15. sæti aðsóknarlistans.

Hross í oss gengur enn í Bíó Paradís og hefur nú alls fengið til sín 14.896 gesti eftir 41 viku í sýningum. Myndin er í 19. sæti aðsóknarlistans.

[tble caption=“Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 2.-8. júní 2014″ width=“500″ colwidth=“20|100|50|50″ colalign=“center|centre|center|center“] VIKUR,MYND,AÐSÓKN,HEILDARAÐSÓKN
4,Vonarstræti,6.910,32.614
[/tble](Heimild: SMÁÍS)

LEIÐRÉTTING: Mishermt var fyrr í dag að Vonarstræti væri í efsta sætinu eftir helgina. Hún er í öðru sæti. Beðist er afsökunar á þessum mistökum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR