„Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum“ frumsýnd 31. október

Algjör-Sveppi-og-Gói-bjargar-málunumFjórða Sveppa-myndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, verður frumsýnd þann 31. október. Fyrri myndirnar þrjár hafa allar notið geysilegra vinsælda og eru allar í hópi tuttugustu vinsælustu íslenskra mynda samkvæmt lista SMÁÍS.

Sögunni er lýst svona:

Vinirnir Sveppi og Villi finna út að erkióvinur þeirra sé enn á ný að reyna landsyfirráð. Í þetta skiptið hefur hann byggt dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum. Sveppa, Villa og Góa tekst að koma sér í fylgsni hans sem er staðsett undir hinum ævaforna eldgíg Eldborg. En að komast þangað er aðeins brot af púslinu. Þeir verða að eyðlileggja vélina til að Ísland eigi von.

Leikstjóri er Bragi Þór Hinriksson og með helstu hlutverk fara Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlson, Vilhelm Anton Jónsson, Hilmir Snær Guðnason, Anna Svava Knútsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR