Teiknimyndin „Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær vilyrði frá KMÍ

lói-ploe-teaserposterKlapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór – hetjur Valhallar.

Lói, eða Ploe – You Never Fly Alone, hefur þegar verið forseld til 28 landa og nema framlög á annað hundrað milljónum króna. Áætlaður heildarkostnaður er vel á annan milljarð króna. ARRI WordSales annast sölu verkefnisins á heimsmarkaði, sem er meðframleitt af Trixter í Þýskalandi.

Árni Ólafur Ásgeirsson mun annast leikstjórn en Gunnar Karlsson hefur umsjón með útliti. Handritið skrifaði Friðrik Erlingsson – sem nú titlar sig fyrrverandi handritshöfund.

Hér að neðan má sjá kitlu sem gerð var fyrir nokkru til að kynna verkið:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR