HeimEfnisorðGunHil

GunHil

LÓA – GOÐSÖGN VINDANNA forseld víða

Sölufyrirtækið The Playmaker forseldi Lóu - goðsögn vindanna til margra landa á European Film Market sem fram fór samhliða nýyfirstaðinni Berlínarhátíð.

[Stikla] „Lói – þú flýgur aldrei einn“ frumsýnd 2. febrúar

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.

Áheyrnarprufur fyrir íslenska talsetningu „Lói – þú flýgur aldrei einn“ um helgina

Áheyrnarprufur fyrir talsetningu teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn fara fram í Smárabíói laugardaginn 21. október frá 10 til 14. Leitað er að strák á aldrinum 10-14 til þess að talsetja Lóa og stelpu á sama aldri til að talsetja Lóu.

Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm: „Það má alltaf gera betur og við erum að því“

Samruni framleiðslufyrirtækjanna Sagafilm og GunHil tók formlega gildi um mánaðamótin síðustu Viðskiptablaðið ræðir við Hilmar Sigurðsson forstjóra Sagafilm um stöðuna og verkefnin framundan.

Sagafilm og Gunhil sameina krafta um áramót

Framleiðslufyrirtækin Sagafilm og GunHil munu sameina krafta sína frá 1. janúar 2017. Guðný Guðjónsdóttir sem stýrt hefur Sagafilm undanfarin ár lætur af störfum að eigin ósk og Hilmar Sigurðsson framkvæmdastjóri GunHil og annar stofnenda, tekur við sem forstjóri Sagafilm.

„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Lói finnur félaga

Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói - –þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.

Nýtt kynningarplakat „Lóa: þú flýgur aldrei einn“ afhjúpað

Nýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.

„Red Waters“ kynnt á teiknimyndamessunni í Lyon

Hreyfimyndastúdíóið GunHil vinnur nú að undirbúningi teiknimyndar í fullri lengd sem byggð er á óperunni Red Waters eftir þau Lady & Bird (Barða Jóhannsson & Keren Ann Zeidel).  Kitla fyrir verkefnið var kynnt í dag á Cartoon Movies ráðstefnunni í Lyon og má jafnframt sjá hér.

Teiknimyndin „Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær vilyrði frá KMÍ

Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR