[Stikla] „Lói – þú flýgur aldrei einn“ frumsýnd 2. febrúar

Teiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.

Lói er síðastur lóuunga af fjórum til að klekjast úr eggi og á erfitt uppdráttar frá upphafi. Þegar haustar og fjölskyldan ferðbýr sig til að fara suður á bóginn á hlýrri slóðir, þá er Lói ekki enn búinn að læra að fljúga. Hann þarf því að takast á við harðan vetur, grimma óvini og önnur vandamál, ásamt nýjum vinum sínum.

Framleiðendur verksins eru Hilmar Sigurðsson fyrir GunHil á Íslandi og Ives Agemans fyrir Cyborn í Belgíu. Jón Stefánsson sá um klippingu og Atli Örvarsson gerði tónlist.

Hér að neðan gefur að líta alþjóðlega stiklu verksins (á ensku) og þar undir má skoða stiklu með tyrkneskri talsetningu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR