HeimEfnisorðFriðrik Erlingsson

Friðrik Erlingsson

VERBÚÐIN, lokakaflarnir og yfirferð

Friðrik Erlingsson og Ásgrímur Sverrisson ræða sjöunda og áttunda þátt Verbúðarinnar út frá sjónarhóli handritshöfundarins. Í lokin taka þeir saman helstu atriði varðandi strúktúr, persónur og erindi þáttanna.

Endurbætt útgáfa af „Benjamín dúfu“ opnunarmynd Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar

Benjamín dúfa (1995) verður opnunarmynd Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem hefst í Bíó Paradís á fimmtudag, en endurbætt útgáfa myndarinnar hefur loksins litið dagsins ljós.

Friðrik Erlingsson: Athugasemdir um skaðlegar karlmennskuímyndir í „Lóa“ pínlegur þvættingur

Friðrik Erlingsson handritshöfundur ræðir við Vísi um þá gagnrýni sem Lói - þú flýgur aldrei einn hefur fengið vegna framsetningar kvenpersóna sem og birtingarmyndar karllægra viðhorfa. Hann kallar þessar athugasemdir pínlegan þvætting.

[Stikla] „Lói – þú flýgur aldrei einn“ frumsýnd 2. febrúar

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.

„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Viðhorf | Kynleg kvikmyndagerð

Friðrik Erlingsson leggur út af umræðunni um kynjakvóta í kvikmyndagerð og segir meðal annars: "Stóra vandamálið í kynjahallanum á úthlutun styrkja frá Kvikmyndamiðstöð er ekki hvort umsækjandi er með kynfærin innvortis eða utanáliggjandi. Stóra vandamálið er skorturinn á skýrum og afmörkuðum vinnureglum fyrir ráðgjafa Kvikmyndamiðstöðvar, svo þeir komist ekki lengur upp með að hafa ‘persónulega skoðun’ á umsóknum eða umsækjendum, heldur sé þeim gert að fjalla um þær á faglegan hátt, meta þær samkvæmt faglegri reglu, sem útilokar að persónulegt álit ráðgjafa hafi nokkuð um málið að segja."

Lói finnur félaga

Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói - –þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.

Nýtt kynningarplakat „Lóa: þú flýgur aldrei einn“ afhjúpað

Nýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.

Tökur fyrirhugaðar á bandarískri útgáfu af „Benjamín dúfu“ í ágúst

Framleiðandinn Erlingur Jack Guðmundsson (Grafir og bein) hefur fengið tvo kunna bandaríska framleiðendur í lið með sér til að gera kvikmynd á ensku eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar Benjamín dúfa. Stefnt er að tökum í Texas síðsumars, en verkefnið hefur verið nokkur ár í undirbúningi.

Friðrik Erlingsson tilnefndur til Menningarverðlauna DV fyrir greinaskrif á Klapptré

Friðrik Erlingsson er meðal þeirra sem tilnefndir eru til Menningarverðlauna DV í ár fyrir kvikmyndir. Hann fær tilnefninguna "fyrir að stuðla að bættri kvikmyndaumræðu" eins og segir í umsögn dómefndar og er þar vísað í pistla hans um leikið innlent sjónvarpsefni sem birtust hér á Klapptré og vöktu mikla athygli síðasta haust.

Endurbætt útgáfa af „Benjamín dúfu“ væntanleg síðar á árinu

Kvikmyndin Benjamín dúfa (1995) verður til sýnis síðar á árinu í endurbættri útgáfu (restoration) en um þessar mundir er unnið að stafrænni endurvinnslu myndarinnar. Þetta kemur fram á Facebook síðu leikstjórans, Gísla Snæs Erlingssonar, sem hefur yfirumsjón með verkinu.

Viðhorf | Hnífurinn í kúnni

"Ég gaf mér það leyfi að tala tæpitungulaust út frá mínu sjónarhorni um verk manna, en ekki um þá sjálfa. Þeir höfundar sem hafa tekið orð mín sem persónulegri árás verða að skilja að verk þeirra eru ekki hafin yfir gagnrýni - og það voru verkin sem ég gagnrýndi - þótt slíkt hafi löngum tíðkast í íslenskri kvikmyndagerð, að kollegunum sé hlíft við því hvað hinum raunverulega finnst. Við verðum að láta af slíkri kurteisi, því hún hamlar því sem við öll óskum eftir: framförum í íslenskri kvikmyndagerð," segir Friðrik Erlingsson í nýjum pistli.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Teiknimyndin „Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær vilyrði frá KMÍ

Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.

Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Jónas Reynir Gunnarsson meistaranemi í ritlist ræðir punkta úr pistli Friðriks Erlingssonar um leikið innlent sjónvarpsefni á vefritinu Hugrás sem hugvísindasvið Háskóla Íslands gefur út. Hann segir það afar hressandi að lesa ástríðufullan texta og gagnrýna umfjöllun um íslenska sjónvarpsþætti, en finnst Friðrik ekki láta bandarískt sjónvarpsefni njóta sannmælis.

Ari Matthíasson: Hvernig væri að við hættum að leggja eyrun við svartagallsrausi?

Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, tjáir sig á Fésbók um pistil Friðriks Erlingssonar og segir meðal annars: "Hvernig væri að við hættum að leggja eyrun við svartagallsrausi þeirra sem alltaf upplifa sólarlausa daga og færum að horfa stolt á það sem vel er gert og njóta sigranna um leið og lögð verða drög að þeim næstu?"

Þórir Snær: Getum við opnað á líflega og gagnrýna umræðu?

Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum tjáir sig um pistil Friðrik Erlingssonar á Fésbók og segist fagna gagnrýninni umræðu um fagið. Hann bendir á Danir séu lausir við alla meðvirkni þegar kemur að gagnrýnni umræðu um kvikmyndir og sjónvarp og spyr hvort einhver möguleiki sé fyrir Íslendinga að opna á líflega umræðu á sama hátt.

Laufey: Kvikmyndamiðstöð stuðlar að fjölbreytni

Síðdegisútvarp Rásar 2 ræddi við Laufeyju Guðjónsdóttir forstoðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í tilefni harðorðs pistils Friðriks Erlingssonar sem Klapptré birti s.l. þriðjudag. Þar gagnrýndi Friðrik meðal annars starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar. Laufey sagði miðstöðina meðal annars hugsa um fjölbreytni verkefna við styrkveitingar og að val á verkefnum verði alltaf huglægt upp að vissu marki en ráðgjafar miðstöðvarinnar séu fagmenn með sérþekkingu sem hafi ákveðin viðmið til hliðsjónar.

Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð?

Kjarninn leggur útaf pistli Friðriks Erlingssonar um leikið sjónvarpsefni sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli. Miðillinn endurbirtir grein Borgþórs Arngrímssonar fréttamanns frá því í vor þar sem hann fjallaði um velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar og aðferðafræðina bakvið hana.

Skarphéðinn: RÚV getur lært margt af dönsku leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 að stofnunin verði að standa sig betur við framleiðslu á að leiknu innlendu efni. Rætt var við Skarphéðinn vegna pistils Friðriks Erlingssonar um leikna innlenda dagskrárgerð sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR