Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð?

Úr dönsku þáttaröðinni 1864.
Úr dönsku þáttaröðinni 1864.

Kjarninn leggur útaf pistli Friðriks Erlingssonar um leikið sjónvarpsefni sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli. Miðillinn endurbirtir grein Borgþórs Arngrímssonar fréttamanns frá því í vor þar sem hann fjallaði um velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar og aðferðafræðina bakvið hana.

Borgþór skrifar meðal annars:

Fyrir tíu til fimmtán árum hefðu fáir trúað því að sá dagur kæmi að danskir sjónvarpsmyndaflokkar yrðu verðmæt útflutningsvara og sjónvarpsstöðvar víða um heim myndu keppast við að tryggja sér sýningaréttinn. En sá dagur er kominn, reyndar fyrir nokkru síðan, og DR er orðið stórt nafn á alþjóðlega sjónvarpsmarkaðnum.

Fyrir rúmum fjörutíu árum sat sá sem hér skrifar fyrirlestra hjá Þorgeiri heitnum Þorgeirsyni í Leiklistarskóla SÁL (eins og hann var kallaður) í kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11 í Reykjavík. Einn fyrirlestra Þorgeirs fjallaði um framleiðslu sjónvarpsefnis, þar á meðal hina peningalegu hlið. Það er minnisstætt að Þorgeir talaði sérstaklega um breska ríkis­útvarpið, BBC, sem þá framleiddi margs konar gæðaefni, þar á meðal framhaldsþætti. Þar hafði verið tekin sú ákvörðun að setja markið hátt og framleiða gæðaefni, allir vita árangur þeirrar stefnu. Það situr ekki síður í minninu að Þorgeir ræddi um (og nefndi tölur máli sínu til stuðnings) hvaða pól Danir hefðu tekið í þessa hæð. „Þeir eru ekki orðnir mjög góðir enn, sem von er, það tekur tíma,“ sagði Þorgeir og bætti við: „En ef þeir halda þessari stefnu og setja áfram peninga í slíka framleiðslu mun það skila sér á næstu áratugum.“

Sjá nánar hér: Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð? | Kjarninn.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR