spot_img
HeimEfnisorð14:2

14:2

Viðhorf | Sjónvarp í almannaþágu

"Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun," segir Ragnar Bragason.

Viðhorf | Dönsk sjónvarpssería um Bráðamóttökuna?

"Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvikmyndagerðar og sterkum ríkisfjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu?," spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH.

Viðhorf | Hnífurinn í kúnni

"Ég gaf mér það leyfi að tala tæpitungulaust út frá mínu sjónarhorni um verk manna, en ekki um þá sjálfa. Þeir höfundar sem hafa tekið orð mín sem persónulegri árás verða að skilja að verk þeirra eru ekki hafin yfir gagnrýni - og það voru verkin sem ég gagnrýndi - þótt slíkt hafi löngum tíðkast í íslenskri kvikmyndagerð, að kollegunum sé hlíft við því hvað hinum raunverulega finnst. Við verðum að láta af slíkri kurteisi, því hún hamlar því sem við öll óskum eftir: framförum í íslenskri kvikmyndagerð," segir Friðrik Erlingsson í nýjum pistli.

Danska leiðin eins og Danir lýsa henni

Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar er að finna grein þar sem farið er yfir ástæðurnar á bakvið velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar. Höfundurinn, Freja Dam, bendir á að róttæk stefnubreyting hjá DR (danska ríkisútvarpinu) sem hafi meðal annars falið í sér mikla áherslu á nána samvinnu við kvikmyndabransann, hafi lagt grunninn að núverandi gullöld danskra sjónvarpsþáttaraða.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

Er ekki sama hvaðan gott kemur?

Jónas Reynir Gunnarsson meistaranemi í ritlist ræðir punkta úr pistli Friðriks Erlingssonar um leikið innlent sjónvarpsefni á vefritinu Hugrás sem hugvísindasvið Háskóla Íslands gefur út. Hann segir það afar hressandi að lesa ástríðufullan texta og gagnrýna umfjöllun um íslenska sjónvarpsþætti, en finnst Friðrik ekki láta bandarískt sjónvarpsefni njóta sannmælis.

Ari Matthíasson: Hvernig væri að við hættum að leggja eyrun við svartagallsrausi?

Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, tjáir sig á Fésbók um pistil Friðriks Erlingssonar og segir meðal annars: "Hvernig væri að við hættum að leggja eyrun við svartagallsrausi þeirra sem alltaf upplifa sólarlausa daga og færum að horfa stolt á það sem vel er gert og njóta sigranna um leið og lögð verða drög að þeim næstu?"

Þórir Snær: Getum við opnað á líflega og gagnrýna umræðu?

Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum tjáir sig um pistil Friðrik Erlingssonar á Fésbók og segist fagna gagnrýninni umræðu um fagið. Hann bendir á Danir séu lausir við alla meðvirkni þegar kemur að gagnrýnni umræðu um kvikmyndir og sjónvarp og spyr hvort einhver möguleiki sé fyrir Íslendinga að opna á líflega umræðu á sama hátt.

Laufey: Kvikmyndamiðstöð stuðlar að fjölbreytni

Síðdegisútvarp Rásar 2 ræddi við Laufeyju Guðjónsdóttir forstoðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í tilefni harðorðs pistils Friðriks Erlingssonar sem Klapptré birti s.l. þriðjudag. Þar gagnrýndi Friðrik meðal annars starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar. Laufey sagði miðstöðina meðal annars hugsa um fjölbreytni verkefna við styrkveitingar og að val á verkefnum verði alltaf huglægt upp að vissu marki en ráðgjafar miðstöðvarinnar séu fagmenn með sérþekkingu sem hafi ákveðin viðmið til hliðsjónar.

Geta Íslendingar lært af reynslu Dana við sjónvarpsþáttagerð?

Kjarninn leggur útaf pistli Friðriks Erlingssonar um leikið sjónvarpsefni sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli. Miðillinn endurbirtir grein Borgþórs Arngrímssonar fréttamanns frá því í vor þar sem hann fjallaði um velgengni Dana á sviði sjónvarpsþáttagerðar og aðferðafræðina bakvið hana.

Skarphéðinn: RÚV getur lært margt af dönsku leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 að stofnunin verði að standa sig betur við framleiðslu á að leiknu innlendu efni. Rætt var við Skarphéðinn vegna pistils Friðriks Erlingssonar um leikna innlenda dagskrárgerð sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR