Þórir Snær: Getum við opnað á líflega og gagnrýna umræðu?

Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi.
Þórir Snær Sigurjónsson framleiðandi.

Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi hjá Zik Zak kvikmyndum tjáir sig um pistil Friðrik Erlingssonar á Fésbók og segir:

Já, margt hressandi hér og ég fagna gagnrýninni umræðu um fagið þó ég sé nú ekki sammála öllu í þessari grein og hef einmitt ekki séð Hraunið enn.

Hafandi meira og minna búið og starfað í DK undanfarinn áratug hef ég lært ýmislegt af Dönum. Stóri lærdómurinn er hvað þeir eru lausir við alla meðvirkni þegar kemur að gagnrýninni umræðu um kvikmyndir og sjónvarp. Það er ekkert í þessu fagi hafið yfir krítík og hér er fólk óhrætt við að tjá sig. Það er tekist á um kvikmyndirnar, sjónvarpsefnið (heldur betur verið að bauna á 1864 þessa dagana, dýrasta sjónvarps drama sem DR hefur ráðist í), stefnu kvikmyndasjóðsins og stefnu kvikmyndaskólans. Ritdeilur um þessi mál eru tíðar í Politiken, Ekko og fleiri miðlum. Og ég held að það sé nákvæmlega þetta viðhorf og óttaleysi sem kemur Dönum í fremstu röð í faginu.

Er einhver möguleiki fyrir okkur á Íslandi að opna á líflega umræðu á sama hátt? Eða erum við einfaldlega of fá og meðvirk þannig að það er bara best að þegja til að særa ekki frænda frænku vinkonu þinnar?

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR