„Lói – þú flýgur aldrei einn“ fær 37 milljónir frá Norræna sjóðnum

Ploey-kynningarplakatTeiknimyndin Lói – þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.

Lói – þú flýg­ur aldrei einn seg­ir af lóu unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn. Hann verður að lifa af vet­ur­inn til að geta bjargað ást­inni sinni frá því að lenda í klóm fálk­ans næsta vor.

Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en framleiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.

Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur þegar veitt verkinu 90 milljón króna vilyrði auk þess sem RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn. Myndin er framleidd í samvinnu við belgíska myndbrellufyrirtækið Cyborn og þaðan koma rúmar 400 milljónir króna til verkefnisins.

Þá hefur Arri World Sales forselt myndina til yfir 30 landa.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR