spot_img

Baltasar: Brú yfir Atlantshafið í smíðum

Baltasar Kormákur ræðir við fundargesti um fjárfestingu í íslensk/alþjóðlegri kvikmyndagerð. (Mynd: mbl.is/Árni Sæberg)
Baltasar Kormákur ræðir við fundargesti um fjárfestingu í íslensk/alþjóðlegri kvikmyndagerð. (Mynd: mbl.is/Árni Sæberg)

Baltasar Kormákur segir draum sinn að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem geti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði. Þetta kom fram á fundi á Kex hostel á dögunum á vegum Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, þar sem Baltasar ræddi fjár­mögn­un stórra bíó­mynda, mögu­leika Íslend­inga í alþjóðleg­um kvik­mynda­heimi og þau miklu áhrif sem auk­in tengsl við banda­ríska kvik­myndaiðnaðinn geta haft á Íslandi.

Morgunblaðið segir frá:

„Minn draum­ur var að búa til ís­lenskt fyr­ir­tæki sem gæti starfað á alþjóðavett­vangi og skilað hagnaði,“ sagði Baltas­ar. „Nú virðist sá draum­ur vera í sjón­máli. Að hægt sé að færa banda­ríska kvik­mynda­gerð til Íslands,“ sagði hann og vísaði til stór­mynd­ar­inn­ar The Vik­ing sem er næst á dag­skrá leik­stjór­ans.

10 millj­arða fjár­fest­ing

Uni­versal Studi­os hafa keypt rétt­inn að þríleikn­um og fjár­magnið sem fer í fram­leiðsluna nem­ur um átta­tíu millj­ón­um doll­ara, eða um tíu millj­örðum króna. „Ef mér tekst að fram­leiða þetta á Íslandi held ég að ég geti sagt: Mér tókst það.“

Þrátt fyr­ir að brú­in yfir Atlants­hafið sé orðin áþreif­an­leg sagði Baltas­ar hana ekki vera full­kláraða.

Hann seg­ist ætla að berj­ast fyr­ir því að all­ar úti­tök­ur í Vik­ing verði tekn­ar á Íslandi. Hins veg­ar stend­ur vilji annarra til þess að færa a.m.k. inni­tök­urn­ar til Bret­lands þar sem 25 pró­sent fram­leiðslu­kostnaðar fæst end­ur­greidd­ur úr rík­is­sjóði. Á Íslandi er hlut­fallið 20 pró­sent.

Baltas­ar benti á að kvik­myndaiðnaður­inn og stjórn­völd væru sam­an í þess­um „biss­ness“ og vísaði til þess að hann væri t.d. að gera góða hluti með því að koma með stór­mynd­ir, líkt og Vik­ing, til lands­ins og að þá þyrfti ríkið að gera eitt­hvað á móti. „Ef þetta er ekki gert get ég nefni­lega ekki komið með hana[Vik­ing],“ sagði Baltas­ar og bætti við að hann hefði þó átt í já­kvæðum sam­skipt­um við stjórn­völd sem virt­ust sýna þessu skiln­ing.

Hann mælti með því að end­ur­greiðslur yrðu jafnaðar og jafn­vel færðar upp í 30 pró­sent með stærri verk­efni. „Ég tel að þetta muni skila veru­leg­um tekj­um,“ sagði Baltas­ar og bætti við að skattaí­viln­an­ir séu einna stærsti þátt­ur­inn í ákvörðun­ar­töku kvik­mynda­fyr­ir­tækja um tökustaði.

Sjá nánar hér: „Þetta er sexí bransi“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR