spot_img

Grímur Hákonarson fær leikstjórnarverðlaun í Frakklandi fyrir „Hrúta“

Grímur Hákonarson og Thomas Bidegain, í Búdapest á Mozinet Film Days.
Grímur Hákonarson og Thomas Bidegain, í Búdapest á Mozinet Film Days.

Grímur Hákonarson leikstjóri Hrúta hlaut í gær leikstjórnarverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Saint Jean de Luz í Frakklandi. Þetta eru sjöundu verðlaunin sem myndin hlýtur. Verðlaununum deilir hann með franska leikstjóranum Thomas Bidegain (Cowboys).

Bidegain er þekktur sem handritshöfundur, meðal annars skrifaði hann hinar margverðlaunuðu myndir Jacques Audiard, Rust and Bone og A Prophet. Þetta er fyrsta mynd hans sem leikstjóra.

Þeir Grímur eru nú báðir staddir á Mozinet Film Days í Búdapest í Ungverjalandi þar sem myndin að ofan er tekin.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR