“Skandall”, heimildaþáttaröð um nýjar hliðar Geirfinnsmálsins, sýnd í Sjónvarpi Símans

Sjónvarp Símans Premium hefur sent frá sér nýja heimildaþáttaröð, Skandal, þar sem þýski rannsóknarblaðamaðurinn Boris Quatram leitar svara í Geirfinnsmálinu, sem íslenskum yfirvöldum tókst ekki að upplýsa en frömdu þess í stað dómsmorð á sex ungmennum, eins og segir í tilkynningu.

Quatram fer aftur til upphafs rannsóknarinnar og skoðar fyrst það sem lögreglan lét vera að rannsaka og leitar svara um af hvaða hvötum það var gert. Sú vegferð dregur hann á myrkrar slóðir íslensks samfélags, þar sem margar nýjar og óvæntar staðreyndir koma í ljós. Sumir þræðirnir teygja sig langt út fyrir Ísland. Þessi áhrifamikla saga dómsmorða, sem hvíldu sem mara á íslensku þjóðfélagi um fjögurra áratuga skeið er sögð í fjórum þáttum.

Ingvar Þórðarson hjá Neutrinos Productions og Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru framleiðendur þáttaraðarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR