spot_img

[Stikla] Þáttaröðin DIMMA hefst 12. september í Sjónvarpi Símans

Stikla þáttaraðarinnar Dimma hefur verið opinberuð. Þættirnir eru væntanlegir í Sjónvarp Símans 12. september. Sænski leikstjórinn Lasse Hallström leikstýrir en verkið byggir á skáldsögu Ragnars Jónassonar.

Segir á mbl.is sem birtir stikluna:

Þáttaröðin ger­ist öll á Íslandi og leik­ur sænska leik­kon­an Lena Olin lög­reglu­kon­una Huldu Her­manns­dótt­ur sem er aðal­hlut­verk bók­ar­inn­ar. Hulda rann­sak­ar óhug­ar­legt morðmál á sama tíma og hún glím­ir við eig­in per­sónu­legu djöfla. Hulda er að fara á eft­ir­laun fyrr en áætlað var og neyðist til að taka sér nýj­an sam­starfs­mann. Hún er staðráðin í að finna morðingj­ann, hvað sem það kost­ar.

Sjón­varpsþáttaröðinni Dimmu er leik­stýrt af sænska leik­stjór­an­um Lasse Hallström, sem þríveg­is hef­ur verið til­nefnd­ur til ósk­ar­sverðlauna. Þætt­irn­ir eru fram­leidd­ir af Stam­pede Vent­ur­es og ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu Tru­en­orth fyr­ir CBS / Paramount. Fram­leiðend­ur Tru­en­orth eru Krist­inn Þórðar­son og Leif­ur B. Dag­finns­son. John Paul Sarni og Greg Sil­verm­an fram­leiða fyr­ir hönd Stam­pede.

Breski leik­ar­inn Jack Bannon, sem lék aðal­hlut­verkið í HBO þáttaröðinni Pennyworth, leik­ur nýja sam­starfs­mann Huldu. Aðrir leik­ar­ar í veiga­mikl­um hlut­verk­um eru Douglas Hens­hall, Þor­steinn Bachmann, Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son, Ólaf­ur Darri Ólafs­son og Björn Hlyn­ur Har­alds­son.

„Það er risa­vaxið verk­efni fyr­ir ís­lenska aðila að vinna með ris­um eins og CBS og Paramount sem hafa í tugi ára fram­leitt eitt­hvað það besta sjón­varps­efni sem til er í heim­in­um. Mik­ill lær­dóm­ur og heiður er fólg­inn í því fyr­ir Sím­ann að vinna með öllu þessu reynslu­mikla fólki, stór­stjörn­um og rjóma alþjóðlegr­ar fram­leiðslu og við erum stolt af því hversu marg­ir Íslend­ing­ar koma að þátt­un­um, bæði fyr­ir fram­an mynda­vél­arn­ar og fyr­ir aft­an þær. Íslensk­ur fram­leiðsluiðnaður er nefni­lega í fremstu röð,“ seg­ir Birk­ir Ágústs­son dag­skrár­stjóri Sím­ans. 

„Við hjá Tru­en­orth erum mjög stolt af sjón­varpsþáttaserí­unni Dimmu og hversu vel til tókst.  Það voru for­rétt­indi að fá Lasse Hallström til lands­ins til að leik­stýra serí­unni.  Ragn­ar Jónas­son samdi bók á heims­mæli­kv­arða sem marg­ir hafa þegar lesið og all­ur leik­ara­hóp­ur­inn var stór­kost­leg­ur,” seg­ir Krist­inn Þórðar­son fram­leiðandi hjá Tru­en­orth.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR