Þetta kemur fram á vef Félags tæknifólks og þar segir ennfremur að samningsaðilar séu ásáttir um að halda áfram vinnunni á nýju ári og stefna að undirritun sérkjarasamnings fyrir kvikmyndaiðnaðinn á útmánuðum. Nái aðilar saman mun fyrsti samningur FTF við SÍK líta dagsins ljós í vor.
Á myndinni má sjá samninganefndir þessara aðila en myndin var tekin hjá ríkissáttasemjara í gær.
Félag tæknifólks telur vel yfir 1500 félaga. Það varð til þegar Félag sýningarmanna við kvikmyndahús, Félag kvikmyndagerðarmanna og Félag tæknifólks í rafiðnaði töku höndum saman um að mynda eitt stórt og sterkt félag, Félag tæknifólks (FTF), undir hatti Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ).