Í tilefni mikillar velgengni Dýrsins í Bandaríkjunum þessa dagana birtist hér uppfærður listi yfir þær kvikmyndir íslenskar sem fengið hafa mesta aðsókn í bíóum á heimsvísu.
Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói - þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.
Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar var frumsýnd í Frakklandi um þarsíðustu helgi og var myndin í tíunda sæti eftir þá helgi.
Adrift Baltasars Kormáks er með um ellefu þúsund og fimm hundruð gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með um fjórtán þúsund og fimm hundruð gesti eftir áttundu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er með tæpa ellefu þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með tæpa fjórtán þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er í með rúma 9,600 gesti eftir þriðju sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með yfir þrettán þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er í með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið yfir tólf þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og er i öðru sæti aðsóknarlistans með rúmlega 4 þúsund gesti. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið um 10,600 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi
Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand í Noregi í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún tekur þátt í ýmsum hátíðum þessar vikurnar. Á undanförnum vikum hefur myndin verið tekin til sýninga í ýmsum löndum og er nú á topp tíu listum í Rússlandi, Mexíkó og Argentínu og hefur halað inn yfir 200 milljónir króna. Nú um helgina bætast fleiri lönd við.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 30 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 28 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.