[Kitla] Ný kitla fyrir „Lói-þú flýgur aldrei einn“ opinberuð

Kitla teiknimyndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn hefur verið opinberuð í tengslum við kynningu á verkinu erlendis. Hana má sjá hér. Áætlað er að myndin verði frumsýnd um næstu jól.

Lói – þú flýg­ur aldrei einn seg­ir af lóu unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn. Hann verður að lifa af vet­ur­inn til að geta bjargað ást­inni sinni frá því að lenda í klóm fálk­ans næsta vor.

Handrit skrifar Friðrik Erlingsson, leikstjórar eru Árni Ólafur Ásgeirsson og Gunnar Karlsson. GunHil framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR