„Stella Blómkvist“ sýnd á Sundance Now, „Lói“ byrjar vel í norskum bíóum

Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói – þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.

Vefurinn Fancarpet fjallar um Stellu og þar segir einnig að Síminn, upphaflegur sýnandi þáttanna, hafi þegar pantað aðra seríu.

Sýningar á Lói – þú flýgur aldrei einn hófust í norskum bíóum um síðustu helgi og er myndin í sjöunda sæti, en hún er sýnd í 146 bíóum og er það víðtækasta dreifing allra kvikmynda þá vikuna. Samkvæmt Box Office Mojo nema heildartekjur myndarinnar á heimsvísu yfir fimm milljónum dollara. Hafa skal í huga að hér er eingöngu um tekjur af miðasölu að ræða og einnig er mögulegt að upplýsingar um tekjur vanti frá einstökum löndum.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR