[Stikla] „Stolin list“ frumsýnd á Þessaloniki hátíðinni

Rammi úr Stolin list.

Heimildamynd þeirra Markelsbræðra, Stolin list, verður heimsfrumsýnd á hinni kunnu heimildamyndahátíð í Þessaloniki í Grikklandi í mars. Á ensku kallast verkið Nefertiti The Lonely Queen.

Auk myndarinnar, sem er um 90 mínútur, verða gerðir þrír þættir fyrir sjónvarp úr efninu, hver 52 mínútur að lengd.

Myndin/þáttaröðin fjallar um stöðuna á menningarlegum hornsteinum sem hafa verið teknir frá upprunaþjóðum og komið fyrir á höfuðsöfnum fyrrum nýlenduvelda. Líkt og gert var við miðaldahandrit Íslendinga á sínum tíma og Parthenon höggmyndirnar grísku.

Verkefnið er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands og er framleitt í samvinnu við RÚV á Íslandi og grísku sjónvarpsstöðvarnar OTE og ERT. Tökur fóru fram víða um heim – á Íslandi, Skandinavíu, Bretlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Tyrklandi, Egyptalandi, Sýrlandi og Írak.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR