[Stikla] FULLT HÚS væntanleg í janúar

Stikla kvikmyndarinnar Fullt hús eftir Sigurjón Kjartansson er komin út. Myndin verður frumsýnd í janúar.

Segir á Vísi, sem einnig birtir stiklu myndarinnar, að þetta sé gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika.

Með helstu hlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.

Þetta er fyrsta mynd Sigurjóns í fullri lengd en hann er þekktur fyrir verk á borð við Fóstbræður og Ófærð ásamt því að vera annar Tvíhöfðanna og forsprakki rokkhljómsveitarinnar Ham.

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson framleiða fyrir Markell Productions.

HEIMILDVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR