Áheyrnarprufur fyrir íslenska talsetningu „Lói – þú flýgur aldrei einn“ um helgina

Áheyrnarprufur fyrir talsetningu teiknimyndarinnar Lói – þú flýgur aldrei einn fara fram í Smárabíói laugardaginn 21. október frá 10 til 14. Leitað er að strák á aldrinum 10-14 til þess að talsetja Lóa og stelpu á sama aldri til að talsetja Lóu.

Lói – þú flýg­ur aldrei einn seg­ir af lóu unga sem er ófleyg­ur að hausti þegar far­fugl­arn­ir halda suður á bóg­inn. Hann verður að lifa af vet­ur­inn til að geta bjargað ást­inni sinni frá því að lenda í klóm fálk­ans næsta vor. Handrit skrifar Friðrik Erlingsson, leikstjórar eru Árni Ólafur Ásgeirsson og Gunnar Karlsson.

Myndin verður sýnd um allan heim og búið er að selja hana til yfir 50 landa.

Hægt er að skrá sig í áheyrnarprufu með því að smella hér (https://www.surveymonkey.com/r/5PCSL6S)

Fyrir neðan má sjá textað myndefni sem verður notað í prufunum. Textann má einnig finna fyrir neðan myndbútinn. Framleiðendur ráðleggja áhugasömum að æfa sig smá áður en haldið er í Smárabíó.

Texti fyrir Prufur:

Lói:
Móður og hræddur.
Uhh Ég flýg! Ég flýg í alv –

Lóa:
Neeeeeeiiiiii

Lói:
Hjálp! Hjálp!

Lóa:
Þú verður að borða, Lói, til að safna kröftum, svo við getum flogið suður. Þú ætlar að verða foringi, manstu? Alveg eins og pabbi þinn.
Lói
Huuu Ég held ekki …
Lóa:
Svona, Lói. Gerum nú pabba þinn stoltan.

Lóa:
Reyndu bara að ná mér.

Lói:
Mig langar ekki að leika.

Lóa:
En að fljúga?
Lói:
Ég held það sé ekki góð hugmynd að fljúga. Þá lendum við bara í hættu.

Lóa:
En við verðum að fljúga til að lifa af.

Lói:
Aaaa snifff Uffff Ég get það ekki.

Lóa:
Þú hefur gert það áður, Lói. Þú getur það aftur.

Lói:
Mmmmm Huu Haa ha, Hhmm
Lóa! Lóa! Ég er hérna! Ekki fara. Mamma! Mamma, sjáðu, þetta er ég.
Ahh ahh. Farðu í burtu Andardráttur Hhm Aaaah Ahhh Já.
Uhhh Ohhh andardráttur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR