„Ungar“ hlýtur bandarísk verðlaun

Rammi úr Ungum.

Ungar Nönnu Kristínar Magnúsdóttur var valin besta stuttmyndin á Push Film Festival sem fram fór í Bristol í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þetta eru sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Nanna Kristín var einnig fengin til að kenna handritagerð með sérstaka áherslu á þróun persóna við Staffordshire University í Bretlandi, auk þess sem hún sýndi þar bæði Unga og Tvíliðaleik.

(Fréttin hefur verið leiðrétt, áður var sagt að um væri að ræða Bristol í Englandi).

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR