Aðsókn | „Fullir vasar“ komin í sex þúsund gesti

Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson hefur nú fengið tæplega sex þúsund gesti eftir aðra helgi. Lói – þú flýgur aldrei einn er komin yfir átján þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.

2,101 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 5,903 manns. Myndin er í 4. sæti.

Lói er í fimmta sæti en hún fékk 1,583 gesti í vikunni. Alls hafa 18,036 séð myndina hingað til.

Svanurinn er í 25. sæti eftir 9. sýningarhelgi. Alls hafa 4,020 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 26. feb. til 4. mars 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Fullir vasar2,1015,9033,802
5Lói - þú flýgur aldrei einn1,58318,03616,453
9Svanurinn874,020 3,933
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR