[Stikla] „Andið eðlilega“, frumsýnd 9. mars

Kristín Þóra Haraldsdóttir í Andið eðlilega.

Sýningar á Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur hefjast þann 9. mars. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.

Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum.

Ísold hlaut leikstjórnarverðlaunin í flokki erlendra mynda á Sundance hátíðinni í janúar og myndin hlaut ennfremur FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni í febrúar.

Með helstu hlutverk fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo og Patrik Nökkvi Pétursson. Ísold skrifar einnig handritið. Skúli Fr. Malmquist framleiðir fyrir Zik Zak kvikmyndir, en meðframleiðendur eru Diana Elbaum, Annika Hellström, Lilja Ósk Snorradóttir og Inga Lind Karlsdóttir. Ita Zbroniec-Zajt stjórnar myndatöku og Frédérique Broos klippir. Gísli Galdur gerir tónlist og Marta Luiza Macuga sér um leikmynd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR