Tvö verkefni Jóns Atla Jónassonar valin á fjármögnunarmessur í Cannes

Jón Atli Jónasson handritshöfundur.

Tvö verkefni sem Jón Atli Jónasson kemur að sem handritshöfundur hafa verið valin á fjármögnunar- og kynningarmessur í vor. Þetta eru annarsvegar finnska þáttaröðin Arctic Circle sem verður kynnt á MIPDrama Buyers’ Summit í Cannes þann 8. apríl og hinsvegar þáttaröðin Violator sem kynnt verður á fjármögnunarmessunni In Development sem fram fer 10.-11. apríl á sama stað.

Jón Atli er einn handritshöfunda þáttaraðarinnar Arctic Circle sem efnisveitan Elisa Viihde mun sýna ásamt YLE, finnska ríkisútvarpinu. Þáttaröðin er í hópi sex slíkra sem kynntar verða fyrir 450 fulltrúum sjónvarpsstöðva í Cannes. Áætlað er að sýningar hefjist um næstu áramót. Fjallað er um málið á vef Norræna sjóðsins.

Þáttaröðin Violator er komin skemmra í vinnslu og verður kynnt á In Development ásamt 11 öðrum slíkum eins og fram kemur í tilkynningu frá MIPTV. Jón Atli skrifar þetta verk ásamt Ragnari Jónassyni, en nánar er sagt frá verkefninu hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR