HeimEfnisorðJón Atli Jónasson

Jón Atli Jónasson

Jón Atli Jónasson kynnir þáttaröð í vinnslu á Series Mania

Jón Atli Jónasson handritshöfundur er meðal fjölda kollega sem kynna nýjar þáttaraðir fyrir framleiðendum og dreifingaraðilum á Series Mania kaupstefnunni sem fram fer í Lille í Frakklandi 18.-25. mars. Verkefni Jóns Atla kallast Island of Youth.

Tvö verkefni Jóns Atla Jónassonar valin á fjármögnunarmessur í Cannes

Tvö verkefni sem Jón Atli Jónasson kemur að sem handritshöfundur hafa verið valin á fjármögnunar- og kynningarmessur í vor. Þetta eru annarsvegar finnska þáttaröðin Arctic Circle sem verður kynnt á MIPDrama Buyers’ Summit í Cannes þann 8. apríl og hinsvegar þáttaröðin Violator sem kynnt verður á fjármögnunarmessunni In Development sem fram fer 10.-11. apríl á sama stað.

Ingvar Þórðarson um „Lof mér að falla“ og leynivopn Íslands

Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.

Haukur Már: Í Austur eru allir hundar

Haukur Már Helgason á blogginu OK Eden skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar og segir hana meðal annars "mynd af helvíti, en það er mikilvægt að ruglast ekki á myndum og veruleika. Nei, þú ferð ekki til helvítis þó þú horfir á myndina. En þú klárar kannski ekki poppkornið þitt á meðan heldur."

Fréttablaðið um „Austur“: Ekki fínpólerað melódrama

Kjartan Már Ómarsson hjá Fréttablaðinu segir Austur Jóns Atla Jónassonar stefnulausa kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika sé teflt fram á hispurslausan máta.

Morgunblaðið um „Austur“: Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti

Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar í Morgunblaðið og segir myndina vægast sagt ógeðslega og óhugnaðinn með öllu tilgangslausan en engu að síður rífi hann áhorfendur á hol.

DV um „Austur“: Ágætis stílæfing

Valur Gunnarsson fjallar um Austur Jóns Atla Jónassonar í DV og spyr hvort hún sé ofbeldisfyllsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. "Einhvern veginn finnst manni að svo hljóti að vera, þegar frumsýningargestir streyma út í hrönnum. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að það sé neitt ofbeldi í myndinni yfirhöfuð."

Jón Atli um „Austur“: „Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla frá“

Jón Atli Jónasson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Austur er í viðtali við Morgunblaðið vegna útkomu myndarinnar sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum á föstudag.

„Austur“ frumsýnd 17. apríl, stikla hér

Austur, kvikmynd Jóns Atla Jónassonar, kemur í kvikmyndahús þann 17. apríl næstkomandi. Stikla myndarinnar er frumsýnd á Klapptré.

„Austur“, kvikmynd Jóns Atla Jónassonar, væntanleg 17. apríl

Kvikmyndin Austur eftir Jón Atla Jónasson er væntanleg í kvikmyndahús þann 17. apríl næstkomandi. Þetta er fyrsta bíómynd Jóns Atla sem kunnur er fyrir handritsskrif.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR