spot_img

“Austur” frumsýnd 17. apríl, stikla hér

Úr Austur eftir Jón Atla Jónasson.
Úr Austur eftir Jón Atla Jónasson.

Kvikmynd Jóns Atla Jónassonar, Austur, kemur í kvikmyndahús þann 17. apríl næstkomandi. Stikla myndarinnar er frumsýnd á Klapptré.

Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum úr íslenskum undirheimum. Ungur maður á einnar nætur gaman með fyrrum unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn í gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé.  Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Ungi maðurinn er orðin gísl gengisins sem bregður á það ráð að fara austur fyrir fjall í þeim erindagjörðum að losa sig við hann. Þegar þangað er komið banka þeir upp á hjá gömlum félaga glæpamannsins sem er að reyna að snúa við blaðinu og ná lífi sínu á réttan kjöl.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR