Jón Atli Jónasson kynnir þáttaröð í vinnslu á Series Mania

Jón Atli Jónasson handritshöfundur er meðal fjölda kollega sem kynna nýjar þáttaraðir fyrir framleiðendum og dreifingaraðilum á Series Mania kaupstefnunni sem fram fer í Lille í Frakklandi 18.-25. mars. Verkefni Jóns Atla kallast Island of Youth.

Framleiðslufyrirtækið Turbine Studios stendur á bakvið verkefnið, en það hefur meðal annars sent frá sér Netflix myndina Munich: The Edge of War og þáttaröðina Small Axe eftir Steve McQueen á undanförnum misserum, auk þess sem það kom að fjármögnun Verbúðarinnar, sem var valin besta serían á Series Mania á síðasta ári.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR