HeimEfnisorðSeries Mania

Series Mania

Þrjár væntanlegar þáttaraðir kynntar á Series Mania

Að minnsta kosti þrjár íslenskar þáttaraðir verða kynntar á Series Mania sjónvarpshátíðinni sem fram fer dag­ana 21.-28. mars í Lille í Frakklandi. Þetta eru Danska konan eftir Benedikt Erlingsson, Stick 'em Up frá Vesturporti og Masquerade frá Glassriver.

[Stikla, plakat] DANSKA KONAN kynnt á Series Mania

Þáttaröðin Danska konan eftir Benedikt Erlingsson verður kynnt á kaupstefnunni Series Mania í mars. Af því tilefni hefur stikla verksins verið opinberuð og má skoða hér.

Jón Atli Jónasson kynnir þáttaröð í vinnslu á Series Mania

Jón Atli Jónasson handritshöfundur er meðal fjölda kollega sem kynna nýjar þáttaraðir fyrir framleiðendum og dreifingaraðilum á Series Mania kaupstefnunni sem fram fer í Lille í Frakklandi 18.-25. mars. Verkefni Jóns Atla kallast Island of Youth.

VERBÚÐ besta þáttaröðin á Series Mania

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania hátíðinni í Lille í Frakklandi í kvöld.

Þáttaröðin RÁÐHERRANN heimsfrumsýnd á Series Mania sjónvarpshátíðinni

Þáttaröðin Ráðherrann, sem Sagafilm framleiðir, verður heimsfrumsýnd á Series Mania hátíðinni sem fram fer í Lille í Frakklandi 20.-28. mars. Hátíðin er tileinkuð sjónvarpsþáttaröðum og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum í dag.

Sagafilm Nordic meðframleiðir tvær norrænar þáttaraðir

Sagafilm Nordic, sem staðsett er í Stokkhólmi og stýrt af Kjartani Þór Þórðarsyni, tekur þátt í fjármögnun tveggja norrænna þáttaraða sem nú er í undirbúningi. Þetta eru annarsvegar Cold Courage sem kynnt var á nýlokinni MIPTV messunni og norræna streymisveitan Viaplay mun sýna - og hinsvegar finnska serían Layla sem kynnt verður á Series Mania fjármögnunarmessunni í Lille í Frakklandi í byrjun maí.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR