VERBÚÐ í aðalkeppni Series Mania

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð tekur þátt í aðalkeppni Series Mania, sem fram fer í Lille í Frakklandi í sumar.

Þetta kemur fram á vef RÚV og þar segir:

Á Series Mania, sem fer fram dagana 26. ágúst til 2. september, eru margir af mest spennandi sjónvarpsþáttum sem beðið er eftir heimsfrumsýndir.

Íslenska þáttaröðin Verbúð tekur þar þátt í flokki alþjóðlegra þátta. Formaður dómnefndar er Hagai Levi, einn höfunda The Affair.

Meðal annarra þátta sem taka þátt í aðalkeppninni er Kamikaze, sem er fyrsta danska HBO-þáttaröðin og Anna, sem er ítalskt faraldursdrama sem gerist á Sikiley.

Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Mikael Torfason sjá um handritsgerð Verbúðar og leikstjórn er í höndum Gísla Arnar, Björns Hlyns og Maríu Reyndal. Vesturport framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios.

Verbúð verður sýnd kringum næstu áramót á RÚV.

HEIMILDRÚV
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR