DV um „Austur“: Ágætis stílæfing

austur-posterValur Gunnarsson fjallar um Austur Jóns Atla Jónassonar í DV og spyr hvort hún sé ofbeldisfyllsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. „Einhvern veginn finnst manni að svo hljóti að vera, þegar frumsýningargestir streyma út í hrönnum. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að það sé neitt ofbeldi í myndinni yfirhöfuð.“

Valur segir ennfremur meðal annars:

Myndin er lauslega byggð á hinu víðfræga Stokkseyrarmáli þegar manni var rænt og honum misþyrmt í sumarbústað. Það var forvitnilegt þegar fréttist að Jón Atli ætlaði að gera mynd um málið. Djúpið var önnur mynd byggð á sögu sem ekki virtist hægt að kvikmynda og tókst ágætlega. En hvernig er hægt að gera heila bíómynd um misþyrmingar í sumarbústað?

Þeirri spurningu fæst ekki svarað hér. Ef til vill hefði mátt sýna söguna alla, hvernig ástarsamband við konu ofbeldismanns endar með limlestingum. Eða þá að það hefði átt að takmarka hana alfarið við klástrófóbíu sumarbústaðarins. Í staðinn fáum við mynd með hvorki byrjun, miðju né varla endi heldur, engri baksögu og lítilli persónusköpun.

Valur bætir við:

Kvikmyndatakan er öll afar hrá, svo stundum minnir nánast á heimavídeó, með afar löngum senum sem færa plottið ekki endilega áfram. Í sjálfu sér hentar þetta efniviðnum vel, og sem stílæfing er Austur ágæt. En, það er með myndina eins og málið sjálft, undrandi áhorfandi hlýtur fyrst og fremst að spyrja sig: Til hvers?

Sjá nánar hér: Ekki nóg ofbeldi í Austur  – DV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR