HeimEfnisorðFullir vasar

Fullir vasar

Aðsókn | Rúmlega 25 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir þriðju helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.

Aðsókn | Tæplega 20 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir aðra helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.

Aðsókn | „Víti í Vestmannaeyjum“ með yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson fékk yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni og er lang aðsóknarmesta myndin þessa helgina. Þetta er áttunda stærsta opnunaraðsókn á íslenska kvikmynd síðan mælingar hófust og næststærsta opnun síðastliðinna fimm ára.

Aðsókn | „Fullir vasar“ komin í sex þúsund gesti

Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson hefur nú fengið tæplega sex þúsund gesti eftir aðra helgi. Lói - þú flýgur aldrei einn er komin yfir átján þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.

Fréttablaðið um „Fulla vasa“: Ungæðislegt strákaflipp

"Hressileg „strákamynd“ sem virkar einhvern veginn betur en maður reiknaði með. Margt gott í gangi og fínn húmor á köflum en sagan er full þvæld," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Fulla vasa Antons Sigurðssonar.

[Stikla] „Fullir vasar“, frumsýnd 23. febrúar

Hasargrínmyndin Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd í Senubíóunum þann 23. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara kunnar samtímastjörnur; Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Aron Már Ólafsson og Egill Ploder auk Ladda og Hilmis Snæs Guðnasonar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR