spot_img
HeimAðsóknartölurAðsókn | "Andið eðlilega" með tæplega þrjú þúsund gesti eftir aðra helgi

Aðsókn | „Andið eðlilega“ með tæplega þrjú þúsund gesti eftir aðra helgi

-

Rammi úr Andið eðlilega.

Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur hefur nú fengið fast að þrjú þúsund gestum eftir aðra sýningarhelgi.

1,370 sáu Andið eðlilega í vikunni. Alls hafa 2,910 gestir séð myndina sem er nú í 4. sæti.

Lói er í þriðja sæti eftir 7. sýningarhelgi en hún fékk 1,007 gesti í vikunni. Alls hafa 20,228 séð myndina hingað til. (Athugið að FRÍSK raðar á lista eftir helgaraðsókn en Klapptré raðar eftir vikuaðsókn).

502 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 7,548 manns eftir fjórar vikur í sýningum. Myndin er í 9. sæti.

Svanurinn er í 19. sæti eftir 11. sýningarhelgi. 104 sáu hana í vikunni, en alls hafa 4,218 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 12.-18. mars 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Andið eðlilega1,3702,9101,540
7Lói - þú flýgur aldrei einn1,00720,22819,221
4Fullir vasar5027,5487,046
11Svanurinn1044,2184,114
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR