Aðsókn | “Andið eðlilega” með tæplega þrjú þúsund gesti eftir aðra helgi

Rammi úr Andið eðlilega.

Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur hefur nú fengið fast að þrjú þúsund gestum eftir aðra sýningarhelgi.

1,370 sáu Andið eðlilega í vikunni. Alls hafa 2,910 gestir séð myndina sem er nú í 4. sæti.

Lói er í þriðja sæti eftir 7. sýningarhelgi en hún fékk 1,007 gesti í vikunni. Alls hafa 20,228 séð myndina hingað til. (Athugið að FRÍSK raðar á lista eftir helgaraðsókn en Klapptré raðar eftir vikuaðsókn).

502 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 7,548 manns eftir fjórar vikur í sýningum. Myndin er í 9. sæti.

Svanurinn er í 19. sæti eftir 11. sýningarhelgi. 104 sáu hana í vikunni, en alls hafa 4,218 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 12.-18. mars 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Andið eðlilega1,3702,9101,540
7Lói - þú flýgur aldrei einn1,00720,22819,221
4Fullir vasar5027,5487,046
11Svanurinn1044,2184,114
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR