HeimFréttir "Fullir vasar", frumsýnd 23. febrúar

[Stikla] „Fullir vasar“, frumsýnd 23. febrúar

-

Rammi úr Fullum vösum.

Hasargrínmyndin Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson verður frumsýnd í Senubíóunum þann 23. febrúar næstkomandi. Með helstu hlutverk fara kunnar samtímastjörnur; Hjálmar Örn Jóhannsson, Nökkvi Fjalar Orrason, Aron Már Ólafsson og Egill Ploder auk Ladda og Hilmis Snæs Guðnasonar. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð.

Myndinni er svo lýst:

Fjórir menn ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands. Þá fer þá af stað ótrúleg atburðarás, sem enginn sá fyrir.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR