Aðsókn | Tæplega 20 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir aðra helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.

 

Sjálfsagt er að byrja á því að nefna að hvorki meira né minna en fimm íslenskar bíómyndir eru nú í sýningum í kvikmyndahúsum. Það er afar fátítt en þó ekki alveg óþekkt, hér er frétt Klapptrés frá haustinu 2014 þegar sex íslenskar voru í bíó.

Í vikunni komu 9,205 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 19,234 séð hana eftir aðra sýningarhelgi. Fróðlegt verður að sjá hvort myndinni tekst að fara yfir 40 þúsund gesta markið en það ætti að vera ljóst eftir 2-3 vikur.

Lói er í áttunda sæti eftir 9. sýningarhelgi en hún fékk 828 gesti í vikunni, sem er nokkur aukning frá fyrri viku. Alls hafa 21,719 séð myndina hingað til.

Andið eðlilega er í 10. sæti eftir 4. sýningarhelgi. 532 sáu myndina í vikunni, en alls hafa 4,660 gestir séð hana.

151 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 8,031 manns eftir sex vikur í sýningum. Myndin er 18. sæti.

Svanurinn er í 20. sæti eftir 13. sýningarhelgi. 22 sáu hana í vikunni, en alls hafa 4,282 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 26. mars til 1. apríl 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
2Víti í Vestmannaeyjum9,20519,23410,029
9Lói - þú flýgur aldrei einn828 21,71920,891
4Andið eðlilega532 4,660 4,128
6Fullir vasar151 8,0317,880
13Svanurinn224,282 4,260
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR