Aðsókn | Rúmlega 25 þúsund á „Víti í Vestmannaeyjum“ eftir þriðju helgi

Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.

Í vikunni komu 6,132 gestir á Víti í Vestmannaeyjum og alls hafa því 25,366 séð hana eftir þriðju sýningarhelgi.

Andið eðlilega er í 11. sæti eftir 5. sýningarhelgi. 724 sáu myndina í vikunni sem er mun meira en í síðustu viku – en þá komu fleiri gestir en í vikunni á undan. Myndin er því að bæta við sig í aðsókn sem er sjaldgæft þegar sýningar hafa staðið svona lengi. Alls hafa 5,384 gestir séð hana. (Minnt er á að Klapptré raðar myndum eftir vikuaðsókn en FRÍSK raðar á listann eftir helgarinnkomu, sem skýrir hversvegna Andið eðlilega er hér ofar en Lói).

Lói er áfram í áttunda sæti eftir 10. sýningarhelgi en hún fékk 492 gesti í vikunni. Alls hafa 22,211 séð myndina hingað til.

73 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 8,104 manns eftir sjö vikur í sýningum. Myndin er 19. sæti.

Svanurinn er í 21. sæti eftir 14. sýningarhelgi. 11 sáu hana í vikunni, en alls hafa 4,293 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 2.-8. apríl 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
3Víti í Vestmannaeyjum6,132 25,366 19,234
10Lói - þú flýgur aldrei einn492 22,211 21,719
5Andið eðlilega724 5,384 4,660
7Fullir vasar73 8,104 8,031
14Svanurinn114,293 4,282
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR