„Atelier“ verðlaunuð í Aspen, valin til sýninga á Vimeo

Úr Atelier.

Stuttmyndin Atelier eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur hlaut í gær sérstaka viðurkenningu í flokki skólamynda á Aspen Film Shortsfest í Bandaríkjunum. Myndin var auk þess valin „Vimeo Staff Pick“ og er því nú til sýnis í heild sinni á Vimeo, þar sem yfir 30 þúsund hafa horft á hana fyrsta sólarhringinn. Skoða má myndina hér.

Atelier er útskriftarmynd Elsu Maríu frá Danska kvikmyndaskólanum. Myndin hlaut Edduverðlaunin 2018 sem stuttmynd ársins.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR