VILLIBRÁÐ á bakvið tjöldin

Morgunblaðið hefur birt klippu þar sem sýnt er frá tökum á kvikmyndinni Villibráð.

Segir á mbl.is:

Kvik­mynd­in Villi­bráð hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn frá því hún var frum­sýnd í upp­hafi árs og mikið smjattað á henni á kaffi­stof­um lands­ins. Kvik­mynd­in var tek­in upp í fyrra á 30 dög­um og eins og geng­ur og ger­ist við tök­ur á kvik­mynd­um er eitt og annað sem kem­ur upp á við gerð þeirra.

Leik­mynd kvik­mynd­ar­inn­ar hef­ur þegar vakið mikla at­hygli en Smart­land fjallaði ít­ar­lega um hönn­un og gerð henn­ar á dög­un­um. Nú er skyggnst enn bet­ur á bakvið tjöld­in í þess­ari um­töluðustu mynd árs­ins 2023 en Heim­ir Sverris­son gerði leik­mynd­ina ásamt fleir­um.

Elsa María Jak­obs­dótt­ir leik­stýrði mynd­inni og skrifaði hand­ritið ásamt Tyrf­ingi Tyrf­ings­syni leik­skáldi. Með stærstu hlut­verk fara Aníta Briem, Björn Hlyn­ur Har­alds­son, Gísli Örn Garðars­son, Hilm­ar Guðjóns­son, Hilm­ir Snær Guðna­son, Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir.

Mynd­in er fram­leidd af Þóri Snæ Sig­ur­jóns­syni, Ragn­heiði Erl­ings­dótt­ur og Arn­ari Benja­mín Kristjáns­syni fyr­ir Zik Zak kvik­mynd­ir í sam­starfi við Scan­box Entertain­ment. Villi­bráð er end­ur­gerð af ít­ölsku verðlauna­kvik­mynd­inni Per­fetti Sconoscuti eða Per­fect Str­an­gers, sem kom út árið 2016. Mynd­in hef­ur verið end­ur­gerð átján sinn­um og komst hún því í Heims­meta­bók Guinn­ess.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR