NAPÓLEONSSKJÖLIN áfram í fyrsta sæti eftir aðra helgi

Napóleonsskjölin er áfram í fyrsta sæti á aðsóknarlista FRÍSK.

7,122 gestir sáu Napóleonsskjölin í vikunni, en alls hafa 13,814 séð hana eftir aðra sýningarhelgi.

Villibráð sáu 4,568 gestir í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 44,139 eftir sjöttu sýningarhelgi. Styttist nú í að myndin fari inn á listann yfir tíu mest sóttu myndirnar frá upphafi mælinga.

Aðsókn á íslenskar myndir 6.-12. feb. 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
2 Napóleonsskjölin 7,122 (5,192) 13,814 (6,692)
6 Villibráð 4,568 (7,237) 44,139 (39,571)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR