[Stikla] „Vargur“, kemur í bíó 4. maí

Gísli Örn Garðarsson og Baltasar Breki Samper í Vargi.

Stikla kvikmyndarinnar Vargur eftir Börk Sigþórsson hefur verið opinberuð og má sjá hér. Myndin verður frumsýnd 4. maí næstkomandi. Sena dreifir á Íslandi.

Gísli Örn Garðars­son og Baltas­ar Breki Sam­per fara með aðalhlutverkin, bræður sem báðir eru í bráðum fjár­hags­vanda en af mismunandi ástæðum.  Ann­ar þarf að koma sér und­an hand­rukk­ur­um vegna fíkni­efna­skuld­ar, en hinn hef­ur dregið sér fé á vinnustað til að fjár­magna dýr­an lífs­stíl. Sam­an ákveða þeir að grípa til ólög­legra aðgerða til að koma sér á rétt­an kjöl. Aðal­kven­hlut­verk­in eru í hönd­um tveggja er­lendra leik­kvenna. Pólska leik­kon­an Anna Próchniak leik­ur burðardýr bræðranna og danska leik­kon­an Marij­ana Jan­kovic leik­ur rann­sókn­ar­lög­reglu­konu.

Þetta er fyrsta bíómynd Barkar, sem áður hefur leikstýrt hluta af þáttaröðinni Ófærð sem og sjónvarpsþáttum í Bretlandi. RVK Studi­os framleiðir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR