spot_img

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni INSOMNIA fyrir Paramount+

Börkur Sigþórsson leikstýrir þáttaröðinni Insomnia fyrir Paramount+ efnisveituna. Tökur standa yfir en þættirnir, sex talsins, eru teknir upp í Bretlandi.

Deadline skýrir frá þessu og þar kemur fram að Vicky McClure (Line of Duty) fari með aðalhlutverkið. McClure leikur konu á framabraut sem óttast um geðheilsu sína þegar allt sem hún hefur byggt upp færist til verri vegar vegna svefnleysis.

Verkið er byggt á skáldsögu Sarah Pinborough. Börkur er einn yfirframleiðenda sömuleiðis, en framleiðslufyrirtækið Left Bank Pictures (The Crown) stendur að þáttunum, sem væntanlegir eru á næsta ári.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR